mynd vikunnar, xliii

þriðjudagur, 15. ágúst
jæja, gott fólk, á morgun sný ég aftur. ég vona að einhverjum þykki slíkt jafn skemmtilegt og mér. þar sem ég verð ekki í skotlandi næstu sex vikurnar, þá er þetta óhjákvæmilega síðasta mynd vikunnar héðan að sinni. örvæntið samt ekki, ef mér gefst til þess tími, þá mun ég að sjálfsögðu reyna að taka myndir á íslandi . . . en ef ekki, þá bið ég að heilsa í bili.

mynd vikunnar, xlii (ii/ii)

laugardagur, 12. ágúst
önnur mynd af röltinu.

mynd vikunnar, xlii (i/ii)

föstudagur, 11. ágúst
ég er búinn að vera í göngutúr síðustu daga. hérna höfum við mynd sem ég tók á röltinu.

mynd vikunnar, xli

miðvikudagur, 2. ágúst
ímyndið ykkur bara, það er kominn ágúst. tíminn flýgur. nóg um heimspekilegar vangaveltur, þessi mynd er frá austurströnd skotlands. nánar tiltekið, ef eitthvað er að marka vegvísinn á myndinni, tvær mílur frá anstruther.