mynd vikunnar, lii

fimmtudagur, 23. nóvember
hér er enn önnur mynd frá brighton. þetta er hnignandi tign: það eina sem er eftir af hinni svokölluðu vesturbryggju.



(ef vel er að gáð, þá má einnig sjá þessa bryggju á myndinni hér að neðan.)

mynd vikunnar, li (ii/ii)

fimmtudagur, 16. nóvember
enn meiri raunveruleiki. einmitt svona blasir hann við manni í brighton.

mynd vikunnar, li (i/ii)

þriðjudagur, 14. nóvember
einhverjum til umtalsverðrar gleði er ég enn fastur í raunveruleikanum. góðu eða illu heilli, þá er það sama hvert ég sný mér nú til dags: alltaf bíður hann mín. um helgina gerði ég ágæta tilraun til þess að flýja hann. og einmitt þegar ég hélt ég hefði loksins sloppið undan honum, þá sat hann þarna--alveg eins og ekkert væri eðlilegra--og beið mín.

mynd vikunnar, l

miðvikudaur, 8. nóvember
um daginn var gefið í skyn að ég tæki ekki myndir af raunveruleikanum og daglega lífinu. þetta minnir mig ögn á sögu sem ég heyrði eitt sinn. þannig var það víst fyrir þónokkrum árum, að einhver gagnrýnandinn hrósaði megasi fyrir að semja ekki um jafn klisjukennd viðfangsefni eins og ástina. megas var auðvitað snöggur til og samdi samstundis eitt fallegasta ástarljóð sem hefur fundið íslenska tungu: tvær stjörnur. nóg um það, hérna er mynd af raunveruleikanum og daglega lífinu.



nánar tiltekið: ég geri ráð fyrir að það hafi ekki verið mér til hróss að ég taki engar myndir af raunveruleikanum og daglega lífinu og enn síður að þetta sé sérlega góð mynd af slíkum hlutum. enn nánar tiltekið: þetta er smábærinn crail, sem--fyrir þá og þær sem slíku velta fyrir sér--er aðeins steinsnar sunnan við litla þorpið mitt.

mynd vikunnar, xlix (i/ii og ii/ii)

fimmtudagur, 2. nóvember
já, þær eru tvær myndirnar að þessu sinni. þær eru ögn ólíkar en samt--ef nánar er að gáð--afar svipaðar. hérna er önnur:



og þarna hin:



og já, þema þessarar viku er tré. takk.