clxxi

mánudagur, 22. mars
„mynd vikunnar“ er sennilega orðið ansi misvísandi lýsing á þessum gjörningi. allt of oft hafa vikurnar orðið afmyndaðar af einni eða annari ástæðu. og þónokkrar vikur hafa tekið á sig ófáar og afar ólíkar myndir. engu að síður, þá mætti færa fyrir því ágætis rök að ákveðna lýsingin „mynd vikunnar“ sé fyrir löngu orðin að nafni þessa fyrirbæris. í öllu falli, þá ætla ég að leyfa mér að lauma út nokkrum myndum í þeirri veiku von að ég mér leyfist kalla þær „mynd vikunnar“.







clxx

þriðjudagur, 9. mars
já, seisei, hér eru þá nokkrar myndir til viðbótar frá íslandi. nánar tiltekið, þessar myndir eru teknar ofan af svokölluðum skeggja sem má finna án sérstakrar fyrirhafnar á hengilsvæðinu.





clxix

mánudagur, 1. mars
já, ég bið yður auðmjúklega afsökunar. ég veit vel að ég hef ekki staðið mig upp á síðkastið. mér finnst það mjög leiðinlegt en þannig er það víst bara stundum. nei, ég get ekki einu sinni brugðið fyrir mig þeirri afsökun sem ég hef allra oftast gert hingað til: ég á engar myndir á reiðum höndum. þvert á móti, ég á alltof mikið af myndum í augnablikinu! sannleikurinn er bara sá að ég var eiginlega búinn gleyma þessu litla myndabloggi mínu. aum afsökun, já, en engu að síður sú sannasta sem ég get gefið. allavega, þar sem ég hef enga sérstaka trú á refsingum en þess meiri trú á betrun, þá vil ég sýna iðrun mína í verki: til þess að bæta upp fyrir þögn síðustu fimm vikna, þá færi ég nú fram, fullur auðmýktar og æðruleysis, jafnmargar myndir. já, myndirnar eru allar frá íslandi eins og það leit út fyrir mér síðastliðið sumar. um þær er ekki mikið meira að segja en það.