cxxiii

fimmtudagur, 20. nóvember
þá er ég kominn aftur til skotlands frá new york. og til þess að fagna því, þá ætla ég að lauma frá mér einni mynd. þessi mynd er frá dómkirkju heilags magnúsar.

cxxii

fimmtudagur. 6. nóvember
eftir nokkra daga á norðurlöndum, þá er ég kominn til skotlands enn á ný. ég veit vel að myndir vikunnar hafa verið ögn strjálar upp á síðkastið; slíkar eru víst afleiðingar stöðugra ferðalaga. en hvað um það, fyrst ég er staddur í skotlandi einmitt núna gat ég ekki stillt mig um að lauma einni ómynd frá mér. og til þess að bæta gráu ofan á svart, þá verð ég að viðurkenna að ég veit ekki einu sinni almennilega hvert myndefnið er að þessu sinni.annars verð ég í útlöndum aftur í væstu viku, þannig að þessi mynd fær að trjóna hér efst um sinn.