clviii

miðvikudagur, 30. september
stundum gleymir maður sér. já, til að mynda, þá er ég kominn til skotlands fyrir þó nokkru síðan en einhvern veginn tókst mér að gleyma því að ég héldi úti svokallað blogg. kannski segir það meira um blogg en mig. það er ekki gott að segja samt. engu að síður, fyrst óminnishegrinn hefur kosið að kveðja mig, þá finnst mér aðeins við hæfi að byrja með mynd sem ætti ekki að vera. eiginlega óttalegri ómynd, ef svo mætti að orði komast.