clxxx

föstudagur, 30. desember
... og enn heldur óvætturinn gylfi áfram för sinni. hér má sjá hann á ferðalagi sínu um rústir st. andrews kastala. umræddur kastali var byggður seint á tólftu öld af roger nokkrum de beaumont. kastalinn var vel nýttur í tæp fimmhundruð ár en þótti síðan skyndilega ekki lengur mönnum sæmilegur í lok sautjándu aldar. um svipað leyti og hugleysingjar slitu búkinn frá höfði jóns biskups arasonar á íslandi átti sér stað sögufrægt umsátur við kastalann: kaþólskir sátu þar um fylgisveina og -meyjar lúthers í hálft annað ár og reyndu með ráðum og dáðum að ryðjast inn fyrir kastalaveggina til þess að koma–að þeir sjálfir töldu allavega–vitinu fyrir félaga sína sem þar hírðust.

clxxix

fimmtudagur, 15. desember
... og er þá komið að öðrum kapitula í sögu gylfa. er hér kemur við sögu er gylfi að spóka sig á hinni svokölluðu löngu bryggju (long pier). til þess að forða lesendum frá leiðum misskilningi þykkir þó rétt að geta þess að langa bryggja er hvorki sérlega löng né gott bátalægi.

clxxviii

fimmtudagur, 8. desember
til þess að kveðja st. andrews tók ég myndir af nokkrum helstu kennileitum þorpsins. í forgrunni þeirra má sjá lítið, gult og vinalegt skrímsli sem ber hið forna nafn gylfi. má því ef til vill segja að ég hafi—líkt og konungarnir hár, jafnhár og þriðji forðum—frætt gylfa í gervi ganglera um framandi ríki og íbúa þess.

er nú hér fyrsti þátturinn í sögu gylfa ...