semsagt, svona er þetta

miðvikudagur, 21. september.
hananú, þá er ég víst búinn að koma mér fyrir. og semsagt, svo er þetta: st. andrews er örlítill bær, sem er nefndur eftir dýrlingnum heilögum andrew (eða, upp á íslensku, heilögum andra). eftir því sem ég hef næst komist, þá eru íbúarnir u.þ.b. 18.000 (það er samt rétt að taka það fram, að þessi áætlun er byggð á sögusögnum, en ekki eiginlegum talningum, og ber því að taka þessu með slíkum fyrirvara . . . en nóg um það). þorpið er á austurströnd skotlands, í um það bil klukkustundar lestaferðalagi frá endinborg. þröng strætin og þéttbyggð ævaforn húsin ljá þorpinu ævintýraljóma og rómantík. allar vegalengir hérna eru meira að minna óverulegar, þannig að ég er ekki nema tæpar fjörtíu mínútur að hlaupa umhverfis þorpið--sem þýðir (ef ég hef reiknað þetta allt rétt) að ummál þess er um átta kílómetrar. fólkið hérna (nú skotarnir auðvitað) eru afar vingjarnlegir en á stundum fullkomlega óskiljanlegir.

   allavega, nóg um litla sæta þorpið mitt. sjálfur hef ég það afar gott. ég er búinn að skoða deildina mína; hún er í ævintýralegu húsi við ströndina sem minnir ögn á húsið á hæðinni í psycho. herbergið mitt er sko heldur engin hola, og húsið sem það leynist inn í, það minnir einna helst á kastala. lyktin er ögn skrítin, svona eins og vill oft verða í gömlum húsum (og þetta er víst frá fimmtándu öld), þannig ef ég skil gluggan eftir lokaðan of lengi, þá verður hún oft þrúgandi. en ég örvænti ekki, því í raun getur aðeins tvennt gerst: annars vegar, þá verð ég búinn að lofta út fyrir næsta sumar, og þá verður þetta fínt, eða, hins vegar, þá verð ég orðinn ónæmur ólyktinni, sem verður líka fínt--þannig að hvort sem verður, þá er þetta alls ekki neitt til þess að hafa áhyggjur af . . . . og já, að lokum: ég er kominn með nýtt símanúmer, 00-44-7756-010692, nýtt póstfang, deans court, north street, st. andrews, fife, ky16 9qt, skotlandi, og, já, meira að segja, nýtt tölvupóstfang líka, gah28@st-andrews.ac.uk--ég er nýr ég!

skoðanir:

21.9.05, Anonymous Anonymous sagði:

Jahérna hér ... þetta er glæsilegt hjá þér.

Hugsa að þú sért búinn að klúðra niður stærðfræðinni með allri þessari heimsspeki. Ef þú ert 40 mínútur að hlaupa í kringum þorpið er það líklega 3,7 km í þvermál ...

 
22.9.05, Anonymous Anonymous sagði:

RB SurfControl neitar að sýna st. andrews síðuna, vilja greinilega ekki missa fleiri starfsmenn þangað... :)

 

segðu þína skoðun

til baka