mynd vikunnar, xxxii (i/ii)

fimmtudagur, 1. júní
þessi mynd er af svokallaðri hálandakú (sem skotarnir kalla highland koo). þetta dýr--ef vel er leitað--má víst finna hérna í skotlandi.


fyrir áhugasama: lititnir í þessari mynd eru afurð þartilgerðar cross-processing, þar sem c41 filma (litfilma) er framkölluð sem e6 filma (slides-filma) eða e6 filma framkölluð sem c41 filma (fyrir þá sem ekki til þekkja, þá eru þetta tvær afar ólíkar tegundir framköllunar). þessi mynd er dæmi um c41 framkallaða sem e6. ég vona að þið njótið vel, því það mun trúlega sjást ögn meira af þessu tagi komandi vikur.