lxxvii
mánudagur, 9. júlísíðustu helgi dröslaði systir mín mér upp á hæðsta fjall breska heimsveldisins.
fjallið heitir ben nevis, nefnt svo eftir séra benjamin nevis, sem kleif fjallið fyrstur manna 1879 ásamt bryta sínum, angus podgorny. fjallið rís 1343 metra yfir sjávarmál, sem er, eins og glöggir vita, ekki sérlega hátt á íslenskan mælikvarða. (hérna gæti get bætt við einhverri þjóðernismettaðri athugasemd. en það geri ég ekki, slíkt fer mér illa.) útsýnið ofan af ben nevis var þó all svipað því sem ég hef séð af mörgum íslenskum fjöllum. og, ef betur er af gáð, þá held ég að útsýnið sé hið nákvæmlega sama og ég fékk af fjórum ögn lægri fjöllum í cairngorms fjallgarðinum fyrir aðeins tveim vikum.
svona er heimurinn lítill. eða fjöllin svipuð, ég man ekki alveg hvort.
þetta er síðasta færslan í bili. eftir nokkra daga held ég enn á ný til íslands. þar til ég sný aftur bið ég ykkur að lifa vel.
skoðanir:
I like.
Fjör mar.
Hvenær á svo að koma og klífa Löðmund ?
Kveðja Þóra
segðu þína skoðun
til baka