póstmoderníski strákurinn snýr aftur

fimmtudagur, 22. september
einu sinni þá reyndi ég að blogg-a í örfáar vikur sem postmodern boy, en fljótlega varð blogg-ið mitt lítið annað en uppsöfnuð gagnrýni á allar bækur, tónlist, og annað þess kyns, sem ég var í nálægð við þá og þegar. ekki ólíkt siðaskiptunum, fannst sumum þetta hið versta mál, en engu að síður voru til aðrir sem voru himinnlifandi yfir framtakinu. fyrir þá sem vilja hversdagssögur ætla ég núna að reyna að standa mig ögn betur, en samt sem áður, þá finnst mér eiginlega ekki hjá því komist að minnast á örlítið á það sem ég er að lesa, eða hlusta á, eða horfa á hverju sinni, þar sem allt slíkt er óneitanlega stór hluti af því sem ég er að gera hverju sinni . . . .

on the road eftir jack kerouac (1955)
síðustu fimmtíu árin hefur ekki verið lítið skrifað og skrafað um þessa bók. á bakhlið hennar (allavega útgáfunnar minnar, sem er prýdd fjórum ljósmynda allens ginsbergs) stendur hástöfum: bókin sem skilgreindi heila kynslóð. ég býst við að það sé satt . . . og fyrir það eitt er þetta auðvitað afar merkileg bók. en auk þess er bókin sannarlega mjög vel skrifuð, hún er skemmtilega trúverðug, og lifandi mynd bandarísks samfélags kynslóðarinnar sem óx úr grasi í kjölfari seinni heimstyrjaldarinnar. en ég býst við að ég þurfi ekki að hafa orð á þessu, þúsundir hafa víst gert það á undan mér.

  bókin segir af tveimur félögum, sal paradise, sem er jafnframt sögumaðurinn, og dean moriarty, sem eru annað hvort dauðadrukknir eða bullandi skakkir söguna á enda (með afar fáum undantekningum). á ferðalögum sínum skilgreina þeir vel það sem koma átti: bít-kynslóðina. já já, frásagnirnar eru oft á tíðum mjög skemmtilegar, en eftir 300 blaðsíður af kjánalegum djammsögum fannst mér eiginlega meira en nóg komið. aftur og aftur greip mig sama tilfinningin og grípur mig svo oft á meðal fólks undir áhrifum, sem knýr mig til þess að sporna við fæti, og segja að alveg nóg sé komið af öllu rugli. allavega, reglulega fannst mér bara skynsemisskorturinn orðinn svo yfirþyrmandi að mér svimaði (og það bókstaflega). á ekki neinn hátt gat ég sett mig í spor þeirra sal og dean, því sjálfur hefði ég einfaldlega sagt þetta gott eftir tíu blaðsíður, farið í kalda sturtu, rakað mig, klætt mig í hrein föt, og haldið áfram að taka þátt í lífinu.

   . . . ég hefði trúlega verið afleitt bítnikk.

skoðanir:

22.9.05, Anonymous Anonymous sagði:

This comment has been removed by a blog administrator.

 
22.9.05, Anonymous Anonymous sagði:

This comment has been removed by a blog administrator.

 
23.9.05, Anonymous Anonymous sagði:

Great Blog. Well done!

Perhaps you can check out my Cheap Website Hosting site.

It covers pretty much everything to do with Cheap Website Hosting related stuff.

 
23.9.05, Blogger Unknown sagði:

Heill og sæll félagi. Gott að þú ert farinn að blogga og láta vita af þér. Spurning um að láta myndir af öllum sem þú hittir í skotapilsum á bloggið til að maður fái hugmynd um skotana þarna ;)

Ætlarðu svo að skella þér í golf?

 
23.9.05, Blogger Unknown sagði:

já og svo er stilling í blogger sem kemur í veg fyrir svona spam.

Man ekki hvar hún er en hún byggist á því að þeir sem ætla að skilja eftir komment verða að slá inn lykilorð sem birtist á bjagaðri mynd þegar maður er að kommenta.

 

segðu þína skoðun

til baka