clii

sunnudagur, 7. júní
ég ákvað að lauma frá mér tveimur myndum þessa vikuna. ég veit að slíkt er ósvífið og ónærgætið. en svona er ég bara. báðar myndirnar eru áframhald þema síðustu viku: háhýsi. þegar maður er fæddur og uppalinn á guðsvolaðri eyju þar sem moldarkofarnir rísa varla upp úr jörðinni, þá getur maður ekki annað en verið fullur lotningar frammi fyrir svona risavöxnum kumböldum. engu að síður, þá varð ég það líka.