clix

sunnudagur, 4. október
í búdapest kennir ýmisa grasa. til dæmis, þá má finna þar afar viðkunnanlega bíla. einkum og sér í lagi, já, þá má þar finna austurevrópskar og sovéskar bifreiðar í umtalsverðum mæli. nú, þegar ég var ungur, þá þóttu þessir bílar ekki merkilegur pappír. þeir þóttu eiginlega allra síðasta sort. það verður nú samt að segjast að þessir bílar hafa elst mun betur en margur eitt sinn ætlaði. já, við verðum að viðurkenna núna að það leynist ákveðin fegurð í þessum bílum. þeir búa yfir einstökum karakter sem tímans tönn hefur farið varlega um á meðan jafnaldrar þeirra eru flestir orðnir að óttalegum skrípum. ég ætla þessi orð allra síst sem einhvers konar predikun en ég ætla samt að leyfa mér að impra á sannleika sem oft vill gleymast: því er nefnilega þannig með svo afar margt farið, að tíminn verður bara að fá að leiða gildi þess í ljós. já, litli ljóti andarunginn leynist æri víða.