clxxi
mánudagur, 22. mars„mynd vikunnar“ er sennilega orðið ansi misvísandi lýsing á þessum gjörningi. allt of oft hafa vikurnar orðið afmyndaðar af einni eða annari ástæðu. og þónokkrar vikur hafa tekið á sig ófáar og afar ólíkar myndir. engu að síður, þá mætti færa fyrir því ágætis rök að ákveðna lýsingin „mynd vikunnar“ sé fyrir löngu orðin að nafni þessa fyrirbæris. í öllu falli, þá ætla ég að leyfa mér að lauma út nokkrum myndum í þeirri veiku von að ég mér leyfist kalla þær „mynd vikunnar“.
skoðanir:
segðu þína skoðun
til baka