clxii

fimmtudagur, 29. október
allir sem hafa reynt að taka ljósmyndir vita að sumar ljósmyndir eiga erfiðari fæðingu en aðrar. já, til eru jafnvel myndir sem hafa krafist þess að ljósmyndarinn leggi sjálfan sig eða viðfangsefni sín í hættu. þessi mynd er ágætt dæmi um slíkt. á myndinni má sjá ungverska ógæfumenn reyna að tæla til sín ferðamenn í svikamyllu. þegar þessir viðkunnalegu kumpánar urðu mín varir--sem var einmitt um það leyti sem þessi mynd var tekin--þá varð uppi fótur og fit. þeir reyndu hvað þeir gátu að hafa af mér myndvélina og hótuðu mér öllu illu. þrátt fyrir að vera besta skinn, þá er ykkar einlægur asni þéttur á velli þegar þannig viðrar. þegar þessir ágætu herramenn áttuðu sig á því að ég yrði ekki hræddur, þá hætti þeim að lítast á blikuna og þorðu loks ekki öðru en að hörfa með skottið á milli lappanna. og það þarf víst ekki fjörugt ímyndunarafl til þess að átta sig á því að verr hefði hæglega geta farið.