clxxii

mánudagur, 5 apríl
ég tók þessar fjórar myndir á ferðalagi mínu um putaland.* eins og lemuel gulliver í sögu swifts varð áskynja, þá verður maður að stíga afar varlega til jarðar í putalandi.

*nei, þetta er ekki alveg samkvæmt sannleikanum: ég hef aldrei komið til putalands. hinsvegar, þá frétti ég um daginn að canon ætlaði að innbyggja svokallaðan miniature fídus í næstu kynslóð p&s véla sinna. lengi vel þá var aðeins hægt að ná svona myndum með þartilgerðum (og rándýrum) tilt-shift linsum. aftur á móti, fyrst hægt er að byggja svona lagað inn í litlar p&s vélar, þá dróg ég þá ályktun að hægt væri að ná þessum fídus fram í photoshop. og viti menn, eftir nokkrar tilraunir, þá náði ég ásættanlegum árangri. ég verð að viðurkenna að myndirnar sjálfar eru ekki sérlega spennandi en þær þjónuðu tilgangnum þó þokkalega. ég læt öðrum eftir að dæma hvort tilraunirnar hafi verið erfiðins verðar.

skoðanir:

5.4.10, Blogger Andreas sagði:

I thought you were always in Lillputland.

 
10.4.10, Blogger Unknown sagði:

Hahaha, þetta er snilld. Verð að prófa þetta við tækifæri.

 

segðu þína skoðun

til baka