mynd vikunnar, l
miðvikudaur, 8. nóvemberum daginn var gefið í skyn að ég tæki ekki myndir af raunveruleikanum og daglega lífinu. þetta minnir mig ögn á sögu sem ég heyrði eitt sinn. þannig var það víst fyrir þónokkrum árum, að einhver gagnrýnandinn hrósaði megasi fyrir að semja ekki um jafn klisjukennd viðfangsefni eins og ástina. megas var auðvitað snöggur til og samdi samstundis eitt fallegasta ástarljóð sem hefur fundið íslenska tungu: tvær stjörnur. nóg um það, hérna er mynd af raunveruleikanum og daglega lífinu.
nánar tiltekið: ég geri ráð fyrir að það hafi ekki verið mér til hróss að ég taki engar myndir af raunveruleikanum og daglega lífinu og enn síður að þetta sé sérlega góð mynd af slíkum hlutum. enn nánar tiltekið: þetta er smábærinn crail, sem--fyrir þá og þær sem slíku velta fyrir sér--er aðeins steinsnar sunnan við litla þorpið mitt.
skoðanir:
Þetta eru rosa fínar myndir hjá þér Andri.
Hvernig er það telst tré ekki til lífs ?
Hafðu það gott og gangi þér vel.
Kv Þóra
Sammála, finnst ansi gaman að sjá bæði óraunverulegar und raunverulegar myndir hér :)
Fólkið á myndinni gerir þetta sannarlega raunverulegt!
segðu þína skoðun
til baka