smá tilkynning

sunnudagur, 18. mars
hæ, gott fólk.

ég áttaði mig á því áðan að það er orðið talsvert síðan ég sendi frá mér mynd. fyrir því eru nokkrar ástæður, svo sem sú að ég hef verið í burtu, en einkum og sér í lagi þessi: ég er búinn að segja skilið við stafrænu byltinguna í bili. einmitt það, já. ég er semsagt loksins búinn að eigna mér hasselblad og þessa dagana er því allt tekið á filmu. því miður hef ég ekki enn komið neinu af þessari nýjustu afurð minni á stafrænt form til þess að sýna hérna, en þegar slíkt gerist, þá mun ég auðvitað gera slíkt.

þar til þá, góðar stundir.

skoðanir:

12.4.07, Anonymous Anonymous sagði:

Tilhamingju með Hasselblaðið!

 
12.4.07, Anonymous Anonymous sagði:

Takk: )

 
13.4.07, Anonymous Anonymous sagði:

hass el blað þú ert svo klikk
til lukku með tólið (k)

 

segðu þína skoðun

til baka