cxv

laugardagur, 5. júlí
það er sagt að dropinn holi harðan stein. það er trúlega satt en það skiptir ekki öllu máli. það sem skiptir mun meira máli er sú staðreynd að þetta fallega orðtak finnst víða í íslensku máli: það þarf nefnilega ekki nema aðeins andartaks umhugsun til þess að átta sig á því hversu mikla bjartsýni þessi litla myndhverfing tjáir. enn fremur, að því marki að annað eins hafi fest sig í málinu upplýsir okkur hversu ofboðslega bjartsýnt fólk íslendingar eru stundum.