hliðarblogg

sunnudagur, 27. apríl
ef til vill hafa glöggir lesendur rekið augun í hlekkinn hér til hægri sem stafar „the gorging lodge“. tja, ef ekki, þá er tími til kominn ...

þessi síða er eins konar hliðarblogg sem við sambýlisfólkið í skotlandi höldum úti saman. eins og nafnið gefur kannski til kynna, þá er þetta blogg helgað mat og matargerð. en já, það er nefnilega einmitt ástríða okkar fyrir mat sem sameinar okkur.

hvað um það, mér þótti bara rétt að benda á þetta, fyrir þá sem ekki höfðu séð þetta áður, og útskýra fyrir ykkur hinum. gott fólk, leyfið mér að kynna: the gorging lodge.