civ

laugardagur, 12. apríl
þessi mynd er úr hinum svokallaða minnamurra regnskógi. regnskógar eru afar merkileg fyrirbæri. einmitt, eiginlega mun merkilegri en mig óraði fyrir áður en ég fann sjálfan mig í miðjum slíkum. það er einkum tvennt sem vakti ómælda undrun mína og er þess vegna vert að segja frá. annars vegar, þvert á allar mínar fyrri hugmyndir, þá rignir ekki stöðugt í regnskógum. já, eiginlega mun sjaldnar en ekki. og hins vegar, sem ekki kom mér minna á óvart, þá er ögn kalt í regnskógum. í öllu falli mun kaldara en utan þeirra. já, við það eitt að stíga inn fyrir jaðarinn, þá lækkaði hitinn um allavega tíu gráður.

já, svona veit maður víst lítið þegar maður elst upp innan um jökla, í stöðugri lægðarmiðju og umkringdur kuldaskilum á sérhvern kant.

skoðanir:

17.4.08, Anonymous Anonymous sagði:

Unnur skrifaði:
SÆLL!!! Takk fyrir póstkortið Andri minn! Hekla er alltaf að ræna því af ísskápnum (þar sem það hangir) og lesa: ,,Ég er í Ástralíu, kveðja Andri sem gaf Heklu bangsann" He, he, hún les þetta svona þó að það standi ekki-nema þú hafir sett þetta með á dulmáli til hennar. Við erum að skrifa þér ALVÖRU bréf um þessar mundir, Hekla og ég. Þá færðu það sent í pósti alla leið frá íslandinu góða. Æðislegar myndirnar þínar hér og gaman að lesa það sem þú skrifar hér inn.
Kær kveðja frá okkur hér heima í Dölum á Djúpavogi.

 
17.4.08, Blogger Thora sagði:

Sæll sæll, bara komin hinumegin á hnöttinn. Magnað!
Farðu vel með þig og gangi þér vel.
Kv Þóra (Fjalla Þóra)

 
22.6.08, Blogger André Felipe sagði:

Gostei Muito das Fotos.Mais naum entendi nada do que tava escrito!!!Blah

 

segðu þína skoðun

til baka