xcviii (i, ii og iii)

föstudagur, 29. febrúar
dagurinn í dag er merkilegur fyrir þónokkrar sakir. einkum þó, þá er 29. febrúar merkilegur fyrir það að bera aðeins að fjórða hvert ár. og ekki einu sinni það, því á fjögurhundruð ára fresti, þá líða átta ár á milli þessa dags. en af hverju er það merkilegt? það er merkilegt vegna þess að þessi dagur minnir okkur á þá staðreynd að allar okkar tilraunir til þess að koma kerfi á raunveruleikann eru dæmdar til þess að mistakast. tímatalið er auðvitað bara hentugt dæmi, þar sem dagurinn í dag er aðeins snjöll tilraun til þess að bjarga gömlu og grónu kerfi frá glötun: fjórða hvert ár, þá er einum degi bætt við, að undanskildu fjögurhundraðasta hverju ári, því þá yrði leiðréttingin of mikil. og samt, þrátt fyrir þessar tilraunir, þá er það ekki alveg nóg, eftir nokkur þúsund ár, þá verður skekkjan orðin svo mikil að við neyðumst til þess að fitla ögn við kerfið til þess að leiðrétta á ný ...

og hvað? nú, þannig er þessu háttað með allar okkar kenningar: þær eru ekkert nema tilraunir til þess að koma einhvers konar kerfi á raunveruleika sem reynist alltaf einu skrefi á undan. auðvitað, sé vel að verki staðið, sem vissulega er ekki alltaf raunin, þá ættu kenningar okkar að færast nær og nær sannleikanum. en hvort þær nái einhvern tímann í skottið á honum, já, þar er efinn. og þetta, gott fólk, er ástæða þess að dagurinn í dag er merkilegur: einmitt, hann er kærkomin áminning einhvers sem við ættum aldrei að gleyma.

nóg um það, ég vil ekki að þetta blogg verði að enn einu kjaftablogginu. það verður seint sagt, „nei, vanþörf er sjaldnast á því“. einmitt, myndir, það er það sem þetta snýst allt um hérna. myndir vikunnar eru aftur þrjár. allar frá melbourne. og allar úr sitthvorri áttinni.





á meðan fyrri tvær myndirnar eru aðeins einskonar áferðarmyndir, þá er sú þriðja af pípulögnum melbourne. mér þótti þetta svo skemmtileg útfærlsa að ég gat bara alls ekki staðist að taka þessa mynd.