um fjarlæga staði

fimmtudagur, 14. febrúar
til þess að gera langa sögu styttri, þá er ég samsagt heill á húfi í ástralíu. af því takmarkaða sem ég hef séð hér og annars upplifað, þá finn ég mig knúinn til þess að fullyrða að melbourne sé ansi viðkunnalegur staður. eiginlega er ég tilbúinn til þess að ganga ögn lengra og fullyrða að melbourne sé með allra huggulegustu borgum sem hafa rekið á fjörur mínar.

ef svo kynni að vera að einhverjum langi til þess að senda mér póstkort eða lengri línur, þá er póstfangið mitt „8/29 hotham street, 3002 east melbourne, melbourne, victoria, australia“. (að sjálfsögðu tek ég einnig við ímeilum, en ég spyr, hvar er nú sjarminn við það?) auk þess þá er ég hérna með nýmóðins símstöð sem tekur á móti símtölum, textaskilaboðum og ég veit ekki hverju ekki. til þess að tengjast umræddu undraapparati, þá má stimpla inn númerið 00-61-413411203 í þartilgerð viðtæki.

þar til næst, góðar stundir.