xcv
föstudagur, 1. febrúarhafið hefur lengi heillað jafnt sem hrætt. á sinn ógnarstóra hátt er það okkur áminning um stöðu okkar og smæð í veröldinni. ekki aðeins það, hafið hefur í gegnum tíðirnar haft vald yfir lífi og dauða, markað skilin, ef svo má að orði komast, á milli himnaríkis og helvítis. en hafið er samt ekki alvont, því það færir okkur einnig líf í skiptum fyrir þau sem það hefur tekið frá okkur: við værum ekki án hafsins. og auk þess, sem er öllu mikilvægara, þá býr hafið yfir ómældri fegurð sem hefur fangað huga mannanna og innblásið frá örófi alda. já, gæti maður sín ekki, þá getur maður hæglega gleymt sér starandi á hafið lífið á enda.
mynd vikunnar er einnig frá vesturströnd skotlands. það er engin tilviljun að myndin sýni einmitt ungan mann fastan í greipum hafsins.
eftir tvo daga held ég svo ferð minni áfram til ástralíu. góðu eða illu heilli, þá mun ég að sjálfsögðu reyna að halda áfram myndasögu minni þaðan. þar til þá, ta-dah.
skoðanir:
Góða ferð elsku Andri minn, gangi þér allt í haginn.
Hlakka til að fylgjast með ævintýrum þínum í Ástralíu.
Góða ferð frændi minn! Og varðandi hafið - þá er ég einmitt að vona að það verði úfið og láti ófriðlega næstu daga svo að sjóarinn minn verði aðeins lengur í fríi heima hjá mér, Heklu litlu og Óðni litla :)
Hlakka til að sjá myndir frá Ástralíu og sendi bestu kveðjur beint í gegnum jörðina :)
Kveðja Unnur frænka á Djúpavogi
segðu þína skoðun
til baka