ciii

laugardagur, 5. apríl
í sidney má finna feiknarstóra og afar vel staðsetta styttu af kerlingu einni sem þegnum breska heimsveldisins þykir æri mikið til koma. já, meira en sjálfrar díönnu prisessu og margrétar thatcher til samans. sagt er að umrædd kerling hafi haft til að bera sérhverja dyggð sem þeir telja góða konu skuli prýða. í hugum heimsborgaranna er hún sjálf holdgerving kvenlegs þokka og fyrirmynd fegurðar. já, gott fólk, þetta er sko engin önnur en viktoría drottning.



ég verð samt að viðurkenna, sem afdaladurgur frá guðsvoluðum útnára á hjara veraldrar sem skortir allan fagurfræðilegan þroska og skynbragð, að ásjóna þessarar kerlingar minnir mig einna helst á teikninguna af grýlu í vísnabók iðunnar sem hræddi næstum úr mér líftóruna barnungum.