cvii
föstudagur, 2. maíþá er maí. á norðurhveli jarðar, þá ber maí ætíð með sér fögur fyrirheit sumarsins. underlega, samt sem áður, þá virðist einmitt hið gagnstæða gilda hér: nefnilega, hérna er haustið loksins kærkomið. það sagt, þá er þetta auðvitað allt ögn afstætt. þó það sé farið að kólna svolítið, þá er enn hérna eins og júlí á íslandi. engu að síður, þá virðist sálin átta sig á því að haustið hafi þegar hafist. það er því örlítð skrítið til þess að hugsa að eftir aðeins nokkra daga verður enn á ný vor umhverfis mig. já, maður verður ansi ringlaður á svona löguðu. það er ekki nóg að hin hefðbundna tímabeltisháða þotuþreyta muni grípa mig, það er einnig öllu undarlegri árstíðarbundin þotuþreyta sem bíður mín í ofvæni.
en nóg um það. hérna er mynd vikunnar. ögn meiri náttúra til þess að ríma við myndir undanfarna vikna.
skoðanir:
segðu þína skoðun
til baka