pms: tónlist

sunnudagur, 25. september

push barman to open old wounds eftir belle & sebastian (2005)
skotarnir mega eiga það, að afar mikið af góðri tónlist kemur frá þeim (eiginlega miklu meira en höfðatala þeirra ein gefur manni ástæðu til þess að ætla). frá glasgow kemur hljómsveitin belle & sebastian sem ber sök á broti þess alls. belle & sebastian er ein af þessum hljómsveitum sem er ekki annað hægt en að þykkja vænt um, vegna þess að tónlistin þeirra er bara svo hrikalega viðkunnanleg. push barman to open old wounds er tvöföld plata sem er samsuða sjö (sumra ófáanlegra) ep-platna frá árunum 1997 til 2001: dog on wheels (1997), lazy line painter jane (1997), 3 . . 6 . . 9 seconds of light (1997), this is just a modern rock song (1998), legal man (2000), jonathan david (2001), og i'm waking up to us (2001). eins og yfirleitt er með slíkar samsuður er afurðin ögn sundurlaus . . . enda er ekki um eina afurð að ræða, heldur sjö. tekin með þeim fyrirvara, þá er push barman . . . fín plata. eiginlega virkilega fín plata, og alls ekki síðri sumra lp-platna hljómsveitarinnar.

skoðanir:

27.9.05, Anonymous Anonymous sagði:

Góð tónlist frá Skotlandi? Hélt við værum búnir að ræða þetta. B&S, Franz Ferdinand mögulega og svo the Proclaimers. Annað ekki ...

I would walk 500 miles .....

 

segðu þína skoðun

til baka