hæ í bili
mánudagur, 3. apríljæja, þá er ég sko kominn aftur. reyndar fyrir nokkrum dögum, en ég hef ekki lent í því að skrifa hérna fyrr en núna (svona eru þessir hlutir bara). þegar ég kom aftur á föstudaginn þá var sko komið vor í heimsveldinu. jei! það er skemmtilegt hvað svona hlutir geta gerst hratt. en hvað um það, vorið hérna er alls ekki svo ósvipað íslenska vorinu: það er eins og allt lifni við. og, leyfi ég mér að bæta við, litla þorpið mitt er óvenju heillandi í þessum ham.
einhvers konar ferðasaga: já, svíþjóð er sniðugur staður. og svíar eru gott fólk. og það er ekki aðeins hasselblad, fjallraven og volvo sem fær mig til þess að segja svo. tungumálið þeirra er líka ofboðslega viðkunnalegt; í öllu falli átti ég afar auðvelt með að skilja þetta fólk, og ef ég brá fyrir mig dönsku-norskunni minni með sænsku hljómfalli, þá skildu þau mig bærilega líka.
skoðanir:
Já, þar sem ég sit með farseðil í höndunum og lager í mallanum er ég næstum því sorrí yfir að yfirgefa pleisið... næstum því. Þorpið verður í traustum höndum næstu 3 árin.
segðu þína skoðun
til baka