frídagur

laugadagur, 11. mars
í dag lagði ég í lítið ferðalag til edinborgar. með mér í för voru þeir andreas og daniel, sem eru dygir bræður mínir í baráttunni gegn óskynsemi, hjáfræði og kukli.

   í dag heimsótti ég nýlistasafn edinborgar og dean safnið (sem er líka nýlistasafn). eins og gefur að skilja þá hafði ég hrikalega gaman af slíkum heimsóknum. það kann að kallast örlítil ónáttúra, en ég gæti eytt ævinni á nýlistasafni.

   í dag borðaði ég hádegismat hjá valvona og crolla. valvona og crolla er sælkeraverslun og veitingastaður sem á sér fáa svipaða í gervöllu heimsveldinu . . . kannski í öllum heiminum. ef leið þín, kæri lesandi, liggur einhvern tímann til skotlands, þá er þetta staðurinn til þess að heimsækja. þetta er enn best varðveitta leyndarmál skotlands.

í dag var vel varið.