tónlistarlífið í st. andrews, annar hluti

miðvikudagur, 22. febrúar
það er aldrei neitt ekkert öðru vísi en það er. listaspírurnar elskulegu í nylon blessuðu litla þorpið mitt í gærkvöldi með hákúltúr af fínasta tagi. þar sem ég hef hvorki vit né skynbragð á tónlist, þá reyni ég ekki að mynda mér neinar skoðanir um svona lagað; en, þrátt fyrir það, þá get ég bara ekki hjá því komist að þessu sinni. þetta var nefnilega allt saman svo voða smekklegt og fínt: þær sungu svo afar viðkunnalega, þær dönsuðu eins og balletmærir, og svo voru þær með alls kyns ljósagang, reyk og huggulegheit. þetta var bara eins og í eurovision. já, ímyndið ykkur þetta bara!

skoðanir:

24.2.06, Anonymous Anonymous sagði:

lífið er of stutt fyrir kaldhæðni andri minn ;)

 

segðu þína skoðun

til baka