klukk?

föstudagur, 17. febrúar
í dag var ég klukkaður. ég veit ekki alveg hvað slíkt merkir. eða eiginlega jú, ég veit alveg hvað slíkt merkir í tilteknum kringumstæðum, bara ekki þessum. það væri mér því gagnlegt ef einhver gæti útskýrt fyrir mér hvað, ef eitthvað, maður á að gera klukkaður.

   það er ekki það að mér líði sérlega illa svona klukkaður, þvert á móti, mér finnst það eiginlega bara svolítið huggulegt. en samt, svona þar sem ég er alltaf forvitinn: svar óskast, takk.

skoðanir:

20.2.06, Blogger Unknown sagði:

Þessi klukk eru tískufyrirbrigði hjá bloggurum. Mjög skylt spami og er eiginlega óþolandi. Stundum spilar maður með ef maður er í góðu skapi en þegar einhver klukkar þig þá felur það yfirleitt í sér að þú eigir að svara sama lista af spurningum og er á bloggi klukkarans og svara þeim á bloggi hins klukkaða.

Nú hlakka ég til að sjá hvernig þú tekur á þessari siðferðilegu spurningu: "Á ég að saurga mitt fallega blogg með þessu fyrirbrigði eða á ég að sleppa því og taka áhættuna á að særa tilfinningar klukkarans?" :-)

 

segðu þína skoðun

til baka