nýtt heimili
fimmtudagur, 9. febrúarþá er það komið á víst frágengið: nýtt heimili. það verður reyndar ekki að veruleika fyrr en næsta haust, sem virðist enn óratíma í burtu, en engu að síður samt. húsið er númer 86 við north street, sem er reyndar sama gata og ég bý við núþegar, en slíkt er ekki sérlega ólíklegt ef haft er í huga að þetta er krummaskuð.
hér að neðan má, ef vel er að gáð, koma auga á væntanlega íbúa (frá vinstri, ole, ralf, ykkar undirritaðan, og andreas) standandi utan við dyrnar á húsi númer 86 við north street.

skoðanir:
heheheheh vinkmynd
vinkmyndirnar klikka ekki *blikkandi broskall* (af tilitsemi við síðugeiganda sem er með eindæmum illa við broskalla)
en fínt, til hamingju!
vink vink !!
Auður
segðu þína skoðun
til baka