pms: kvikmynd

mánudagur, 19. desember

eternal sunshine of the spotless mind í leikstjórn m. gondry (2004)
þetta er ein af fáum myndum sem ég hef það í mér að horfa á aftur og aftur (a.m.k. í seinni tíð, sem barn gat ég horft á hvað sem er út í hið eilífa). hvað um það, nafn þessarar myndar er sótt í ljóðið eloisa to abelard eftir alexander pope (1688-1744):

   . . .
   how happy is the blameless vestal's lot!
   the world forgetting, by the world forgot.
   eternal sunshine of the spotless mind!
   each pray'r accepted, and each wish resign'd.
   . . .

nafn þessarar myndar eitt og sér afar góð vísbending um hversu vel saga hennar er útfærð: fyrir utan það eitt að vera flott og framandi nafn, þá ber það öllu dýpri vísun í sögu abelards og heloísu, sem er endursögð á afar frumlegan hátt í sögu myndarinnar (eflaust eru ekki allir sammála mér um það). það er mín skoðun að hér sé á ferðinni allra besta kvikmyndahandrit síðustu ára. sagan er hlaðin vísunum hingað og þangað sem allar eru hver annarri meira viðeigandi. til að mynda ryður ein persónan (mary, leikin af kirsten dunst) út úr sér einum af málsháttum nietzsche, sem verður á endanum að meginspurningu myndarinnar:

   blessed are the forgetful
      for they get the best of even their blunders.

   allavega, ef þú, kæri lesandi, vilt kynna þér allra magnaðasta kvikmyndahandrit síðustu ára, sem er jafnframt útfært á afar vandaðan og heillandi hátt, þá er þessi mynd myndin. þetta er í öllu falli ein af mínum uppáhlöldum.