pms: tónlist

miðvikudagur, 14. desember

hjálmar eftir hjálmar (2005)
um daginn fékk ég kærkomna heimsókn frá íslandi. gestir mínir voru svo elskulegir að færa mér íslenska tónlist og lýsi sem var ekki síður kærkomið. kann ég þeim hinar allra bestu þakkir fyrir. en allavega, tónlistin var platan hjálmar með hjálmum.

   ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei verið sérlega hrifinn af reggí-tónlist (eftir dvöl mína hérna er ekki óskynsamlegt að draga þá ályktun að ég sé orðinn sjóaður í notkun breskra undiryrðinga (þ.e. understatements)). ég veit að þetta er ögn eins og að segja að maður sé ekki hrifinn af kettlingum, kópum eða hvolpum, en svona er bara smekkur manna misjafn. hvað um það, þessi plata kom mér mjög skemmtilega á óvart. ég er alveg tilbúinn að viðurkenna að mér finnst hjálmar svolítið skemmtilegir strákar.

skoðanir:

15.12.05, Blogger Unknown sagði:

Enda ertu Hjálmarsson

 
16.12.05, Anonymous Anonymous sagði:

Loks!

 
16.12.05, Anonymous Anonymous sagði:

loks hvað? það er ekki þar með sagt að mér finnist allt reggí allt í einu orðið skemmtilegt.

 

segðu þína skoðun

til baka