pms: bók

miðvikudagur, 30. nóvember

the brooklyn follies eftir paul auster (2005)
oft hef ég verið æri nálægt því, en aldrei áður hef ég keypt bók daginn sem hún er gefin út. ég er glaður að það hafi ekki verið ómerkari höfundur en paul auster sem hlaut þann heiður. til að mynda hefði ég getað fengið þá flugu í hausinn að gaman væri að kaupa harry potter daginn sem hann kæmi út (kannski er það það, ég hef ekki enn lesið hann), og þá hefði ég eflaust þurft að bíða í röð svo dögum eða jafnvel vikum skipti. en ekki herra paul auster, nei aldeilis ekki. ég fór í bókabúðina rétt fyrir lokun, og þegar ég spurðist fyrir um bókina þá þurfti bóksölustelpan að spyrja mig hvernig auster væri stafað til þess að fletta því upp í tölvunni, og þegar hún loksins fann bókina fyrir mig, þá kom það upp úr dúrnum að öllum öðrum í st. andrews stóð á sama, því enginn var búinn að kaupa eitt af þremur innkeyptum eintökum. mórall sögunar: stundum er gott að hafa sérstæðan smekk.

   en allavega, the brooklyn follies er afar heillandi saga um betrun. eiginlega svo heillandi að það er ekki annað hægt en að fyllast væntinga um manneðlið. kannski ekki besta paul auster bók allra tíma, en verðug lesning. auðvitað er ég núna að tala um smekksatriði, en þetta er ein þeirra bóka sem ég hefði alls ekki kært mig um að missa af.