gamall vani

mánudagur, 28. nóvember

um daginn hræddist líftóran næstum úr mér. sumir gætu nú spurt, af hverju? ástæðan var sú að ég keyrði bíl. eflaust hugsa nú einhverjir, slíkt er hvorki mikið afrek né sérlega ógnvekjandi. satt, nema fyrir það eitt að þeir aka vinstra meginn hérna. ég er óttalegur bögubósi í umferðinni, en að aka hægra meginn er mér samt hægðarleikur ef maður er á annað borð orðinn vanur því. svo mikill hægðarleikur að allt annað er vonlaust. allan tímann sem ég ók þá varð ég stöðugt að minna sjálfan mig á það að hvar ég átti að vera, því af gömlum vana reyndi ég ósjálfrátt að sveigja til hægri . . . aftur og aftur og aftur. í hvert sinn sem ég mætti bíl, þá þurfti ég að taka á honum stóra mínum til þess að halda mig vinsta meginn við hann. allir þessir hlutir sem eru yfirleitt auðveldu hlutirnir í bílaleiknum voru allt í einu orðnir hinir ómögulegu: gatnamót, hringtorg, bílastæði og framúrtökur (þ.e. að láta taka fram úr sér, ég hefði aldrei þorað hinu). þvílíkt martröð!

   fyrir utan ítrekaða árekstra hægri handar minnar og bílhurðarinnar þegar ég fálmaði örvæntingarfullur eftir gírstönginni (sem er vinstra meginn við mann í breskum bílum), þá gekk bíltúrinn slysalaust fyrir sig. stöku sinnum missti ég út úr mér stunu, óhljóð eða örlítið bölv, en að öðru leiti þá tókst mér furðu vel að dylja ugg minn samferðamönnum mínum.

   að breyta út af gömlum vana er ekki svo ólikt heimsóknum mínum til tannlæknisins, hvort tveggja gerir næstum út af við mig. öllu að jöfnu er ég ekki þeirrar gerðar sem leggur sig um hábjartan dag, en eftir þetta--eins og tannlækninn--þá varð ég bara að halla mér.

slíkar eru hversdagsraunir heimspekings.

skoðanir:

29.11.05, Anonymous Anonymous sagði:

29. NÓV. 2005
INNILEGAR HAMINGJUÓSKIR MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU ANDRI MINN!!!! Kveðja Unnur í Dölum

 

segðu þína skoðun

til baka