pms: bók

þriðjudagur, 22. nóvember

norwegian wood eftir haruki murakami (1987)
þetta er eðlilegasta saga murakamis sem ég hef lesið. það mætti jafnvel ganga svo langt að segja að norwegian wood sé bara ástarsaga. en ég ætla ekki að gera það. þrátt fyrir að þessi saga sé laus við alla dulúð sem einkennir aðrar sögur murakamis (eða frumspeki eins og gagnrýnendur stundum segja--mér finnst það alltaf jafn sniðugt þegar fólk notar heimspekileg hugtök í röngu samhengi . . . en hvað um það), þá er hún samt sem áður ofboðslega heillandi. murakami er einstakur sögumaður, og jafnvel þó hann sé aðeins að segja ástarsögu (sem er auðvitað afrek eitt og sér, en samt eitthvað sem hefur verið gert ótal sinnum áður), þá tekst honum að gera það á undraverðan hátt. þessi saga er alveg einsök saga. braahvó!