pms: kvikmynd

fimmtudagur, 17. nóvember

thx 1138 í leikstjórn george lucas (1971)
af einhverjum ástæðum, þá hefur lýsingin skandinavísku rökfræðingarnir verið fest við mig og tvo vini mína hérna, ole og andreas (ástæðan er reyndar ágæt og ekki með öllu óskynsamleg). allavega, við, skandinavísku rökfræðingarnir þrír, horfðum saman á vídeó í gær, og fyrir valinu var myndin thx 1138, sem einn okkar, andreas, gaf svo góð meðmæli að við hinir tveir gátum auðvitað ekki annað en samþykkt.

   ég er afar undrandi, því svo virðist vera, eftir allt saman, að george lucas hafi bæði verið leikstjóri og handritshöfundur afar góðrar myndar. vel gert. það er synd að maðurinn hafi ekki gert neitt í nánd við þetta aftur.