pms: bók
föstudagur, 11. nóvemberthe discovery of heaven eftir harry mulisch (1992)
það er orðið langt síðan ég hef lesið svona hræðilega langa bók. ástæðan er sú að ég er haldinn fælni þegar kemur að löngum bókum. langar bækur hræða mig vegna þess að það er ekki lítil skuldbinding að eyða nokkrum vikum með sömu bókinni. til þess að slík skuldbinding sé þess virði, þá verður bókin einfaldlega að vera góð. og vandamálið við bækur (eins og svo margt annað í lífinu) er að maður veit ekki slíkt fyrr en maður er búinn að lesa bókina. og auk þess, til þess að réttlæta ugg minn og ótta enn frekar, þá hef ég komið eiginlega undantekningarlaust illa út úr löngum bókum í gegnum tíðina. en hvað um það, þessi bók fékk bestu meðmæli frá áreiðanlegum aðilum, þannig ég tók áhættuna . . . .
áður en byrjaði að lesa bókina, þá gerði ég þá reginvitleysu að sjá myndina. ekki misskilja samt, myndin, sem er leikstýrð af jeroen krabbé og hefur ekki ómerkari leikara en stephen fry í aðalhlutverki, er mjög góð mynd (þetta var ein af sunnudagskvöldsmyndum rúv). allt og sumt sem ég á við er að myndin rændi mig hinu óvænta, þar sem ég var náttúrulega með söguþráðinn á takteininum (þatta kemur mér alltaf jafn mikið á óvart þegar þetta orð veltur út úr mér) allan tímann meðan ég las bókina.
hefði myndin ekki rænt mig hinu óvænta, þá hefði þessi bók verið næstum fullkominn fyrir mér. og þrátt fyrir að vera laus við allt hið óvænta, þá gat ég ekki annað en felt hug til hennar. núna hljóma ég eins og sirrý með fólkinu (þessi á skjá einum), en skítt með það, þetta er trúlega ein fallegasta saga sem ég hef lesið. á einhvern undraverðan hátt tekst harry mulisch að kryfja manneðlið inn að kviku (sem er ekki létt verk). ekki veit ég hvort fælni mín hafi rénað nokkuð, en þetta var allavega ein af þessum áhættum sem ég er glaður að ég hafi tekið. ég get ekki annað en mælt með þessari bók, hún lét mig ekki ósnortinn (eins og nokkur bók geri það yfirleitt).
skoðanir:
segðu þína skoðun
til baka