furðulegar staðreyndir

sunnudagur, 30. október
hafi ég aldrei komið upp um mig áður, þá ég er heilmikill aðdáandi tom waits. ég á ekki aðeins við tom waits sem tónlistarmann, heldur líka tom waits sem tom waits. ef ég væri sniðugur, í neikvæðri merkingu þess orðs, þá myndi ég segja, tom waits per se. ástæða þessarar hrifningar minnar er einkum sú, að tom waits er skemmtilegur karl. til að mynda, eða svo segir sagan allavega, þá leggur hann sig í framkróka með að safna furðulegum staðreyndum. þessi siður hans finnst mér harla til eftirbreytni, og þess vegna reyni ég líka að leggja allar furðulegar staðreyndir sem verða á vegi mínum á minnið.

   á föstudaginn bætist aðeins í safnið, því á barnum heyrði ég afar skemmtilega og furðulega en samt sanna sögu. sagan segir frá atburði sem gerðist fyrir tæpum tuttugu árum, eða 1987, í new york.

   af einhverri undarlegri ástæðu, þá voru alfred ayer, mike tyson og naomi campell öll stödd í sömu veislu (sem er í sjálfu sér merkileg staðreynd). nú fyrir þá sem ekki þekkja til þessara persóna, þá var alfred ayer einn af virtari heimspekingum tuttugustu aldar, og var 77 ára þegar eftirfarandi saga gerðist. mike tyson var á þessum tíma tuttugu-og-eins árs og nýorðinn þungavigtar heimsmeistari í hnefaleikum, en mike tyson er jafnframt þekkur fyrir allt annað en siðlega framkomu og vott af skynsemi. og að lokum, þá var naomi campell á þessum tíma eitt eftirsóttasta súpermódel heims.
   sagan hermir að mike tyson hafi þetta kvöld reynt afar harkalega við naomi campell, og áttu aðferðir hans meira skylt við brambrölt hellisbúa og víkinga en siðmenntaðra herramanna. veislugestum var hætt að lítast á blikuna, en auðvitað þorði engin að stöðva þennan hildarleik, því mike tyson er ekki þeirrar gerðar sem maður segir að hafa sig rólegan.
   allt í einu stendur þó upp hrumt gamalmenni, og ávarpar mike tyson á óaðfinnanlegri ensku: fyrirgefðu, ungi maður, en hegðun þín gagnvart ungfrúnni er ósæmileg.
   mike tyson, sem er vart talandi á ensku (hvað þá einhverju öðru tungumáli) tekur þessa truflun auðvitað óstinnt upp, og hreytir út úr sér: veistu hver í andskotanum ég er? ég er þungaviktar heimsmeistarinn í boxi!
   gamli maðurinn, lætur engan bilbug á sér finna, og svarar, enn rólegur, enn á óaðfinnanlegri ensku: og ég er fyrrum wykeham prófessor í rökfræði. við erum augljóslega báðir fremstir í okkar flokki; ég legg til að við tölum um þetta eins og skynsamir menn.
   öllum til mikillar undrunar, þá svarar mike tyson gamalmenninu, sem henn hefði hæglega getað sent inn í eilífðina þá og þegar: ókei, höfum það bara þannig.
   mike tyson, sigraður af alfred ayer, strunsar að svo stöddu burt, og kvöldið líður án frekari uppákomna.

   svona eru kjaftasögurnar í heimspekinni. á milli þess sem við reynum að slétta krumpur í teppinu, þá skemmtum við okkur yfir svona sögum . . . .

skoðanir:

31.10.05, Anonymous Anonymous sagði:

Framtíð heimspekinga er semsagt dyravarðsla á Nelly's?

 
1.11.05, Anonymous Anonymous sagði:

Bara ef þeir eru mjög gamlir og klárir...hinir halda áfram að slétta.

 

segðu þína skoðun

til baka