lestrarhelgi
mánudagur, 17. októberhananú, þá er helgin að baki, og útilegan til raasay--sem var að nafninu til lestrarhelgi fyrir framhaldsnemendur og kennara í heimspeki við st. andrews--er búin. óspennadi kanntu kannski að segja, enda er fjögura daga ferðalag í hópi heimspekinga ekki landlæg hugmynd um skemmtun. trúðu því sem þú trúa vilt, en raunin er samt sú að helgin var mjög skemmtileg. eðlilega var lítið lesið, enda yfirlýstur tilgangur ferðarinnar fyrirsláttur. á daginn var talsvert hafst úti við við allskyns iðu, enda hásumarveður á íslenskan mælikvarða. en á kvöldin voru lesnir misframbærilegir pappírar til skiptis uns tekist varð á við aðrar athafnir.
furðu margt var gott við þessi helgi, en ef ég ætti að nefna eitt, þá er það leikurinn mafía sem hefur víst fyrir löngu öðlast fastan sess í þessum árlegu ferðalögum. nú, mafía er í sjálfu sér feikn einfaldur leikur, ekki ósvipaður morðingja, sem ég geri ráð fyrir að flestir hafi allavega einhvern tímann heyrt um, ef þá ekki spilað. það sem gerði þennan leik svona skemmtilegan var einmitt félagsskapurinn--og þar með er líka að eini samkvæmisleikurinn sem er virkilega gaman að spila með heimspekingum fundin. ástæðan er sú, að ásakanir og varnarræður (sem er eiginlega kjarni leiksins) eru heimspekingum annað eðli, þannig að í hvert skipti sem einhver var ásakaður, þá voru það vandlega rökstuddar og oft á tíðum flóknar ásakanir, og þegar hinn ásakaði reyndi að sanna sakleysi sitt, þá voru það sömuleiðis (yfirleitt) afar vel útfærð rök sem fylgdu máli viðkomandi til stuðnings. undirritaður var furðu fljótur að komast upp á bragðið, og var svo komið í lok helgar að hann var orðinn næstum ósigrandi í leiknum, við lítinn fögnuð, en þó talsverða hrifningu, eldri og reyndari leikmanna.
skoðanir:
segðu þína skoðun
til baka