skosk matargerð: haggis
miðvikudagur, 5. októbereftir að skotarnir buðu mér til hlaðborðs, þá held ég að þeir séu farnir að gefa matarlyst minni dálitlar gætur. að minnsta kosti hef ég haft það á tilfinningunni undanfarið að þeir séu að prófa mig svolítið í þessum efnum. í dag buðu þeir mér haggis. nú, fyrir þá sem ekki vita, þá er haggis það allra frægasta úr skoskri matargerð, búið til úr innyflum kinda eða kálfa, blandað með mör, haframjölli og kryddblöndu, sem er svo soðin í dýrsmaga (yfirleitt viðkomandi kindar eða kálfs). allavega, í gegnum tíðinna hef ég heyrt hræðilegar hrillingssögur um haggis: þónokkrir hafa meira að segja tekið svo sterkt til orða að haggis væri versti og ógeðslegasti matur sem til er. þrátt fyrir að slíkt sé auðvitað aðeins smekksatriði, þá var ég ögn á nálum þegar ég stakk fyrsta bitanum upp í mig . . . .
en til þess að gera langa sögu stutta, þá fannst mér haggis hrikalega gott. kannski ekki það allra besta sem ég borðað, en engu að síður, trúlega það besta sem ég hef bragðað á síðan ég kom hingað út. og það þarf varla að taka það fram, en núna er ég orðinn sannur sonur skotlands í augum skotanna minna--það er eitt að kunna að meta skoskt viskí og kunna að tala með skoskum hreim, en það, að kunna að meta haggis, það er það sem gerir þá klökka.
skoðanir:
kúlí... er þetta ekki eins og slátur ? vissi að þú færir létt með að sigra hjörtu heimlinga...
segðu þína skoðun
til baka