bugger off, sir . . . please
laugardagur, 1. októberþað tekur engan langan tíma að átta sig á því að bretar eru öllu kurteisari en við íslendingar. eflaust verður manni það augljósast ef maður gefur notkun þeirra á litlum orðum á borð við sir og please gaum--og einkum og sér í lagi ef maður áttar sig á því hvenær þeir nota slík orð ekki: nefnilega aldrei. auðvitað geta íslendingar notað sambærileg orð, því bersýnilega eru þau til staðar í málinu, og ef þess þarf með, þá gera þeir það líka oft. en aldrei nokkru sinni hef ég þó heyrt íslending nota slík orð innblásinn af heift og segja, til að mynda: farðu til helvítis, herra . . . ef þú vildir vera svo vænn. það, að bretarnir noti orð á borð við þessi, og önnur slík, sér í lagi í bræði sinni, er afar góð vísbending um að eitthvað sé frábrugðið í grundvallaratriðum milli hugsunarhátts þeirra og okkar. með öðrum orðum, samskipti þeirra eru ekki aðeins gegnsýrð með þessum orðum, heldur eru hugmyndir þeirra um náungann eflaust undirorpnar þeim hugtökum sem orðin tákna. allavega, það sem ég er að reyna að koma orðum að er þetta: mannskilningur breta virðist einfaldlega uppfullur af náungavirðingu, sem okkur íslendinga, því miður, sárlega skortir.
auðvitað er ég ekki að segja að virðing þeirra við náungann sé algjör, því augljóslega, til dæmis, þá fara bretar í stríð og bretar fremja morð og bretar ræna hvorn annan, rétt eins og íslendingar. en engu að síður, þegar kemur að þeim hversdagsathöfnum sem bera vott um hvað mestan virðingarskort, eins og, bara til dæmis, hegðun okkar í umferðinni og hegðun okkar í biðröðum, þá fer það ekki fram hjá neinum sem veitir því verðskuldaða athygli, að bretar eru okkur einfaldlega öllu betri. eiginlega svo að ég dauðskammast mín. við ættum að skammast okkar . . . .
skoðanir:
segðu þína skoðun
til baka