hlaðborð

miðvikudagur, 28. september
skotarnir gerðu þau skemmtilegu en afar eðlilegu mistök að bjóða mér til hlaðborðs í dag. eins og allir vita sem til mín þekkja, þá er ég mikill matmaður, sem ætti helst ekki að hleypa nærri hlaðborðum af neinu tagi. ég gæti mér auðvitað hófs og var afar siðaður og kurteis og allt það, en samt sem áður fór það ekki fram hjá mér að skotarnir voru furðu lostnir yfir þessum tágranna strákling sem borðaði svo mikinn mat að hann ætti, miðað við alla útreikninga, að falla samam undan eigin þunga. og þegar ég var loks staðinn upp, þá fékk ég enn á ný spurninguna, sem ég fæ ekki svo sjaldan að heyra: hvert fór þetta allt? ef ég--eða einhver--bara vissi það.

skoðanir:

29.9.05, Anonymous Anonymous sagði:

Sibbi saknar þín sárt, þú ert goðsögn í mötuneyti Seðlabankans!

Júlli

 

segðu þína skoðun

til baka