fyrsti skóladagurinn

mánudagur, 26. september
hananú, þá er fyrsti skóladagurinn að baki. ekki svo ólíkt öðrum slíkum fyrir réttum tuttugu árum, þá vissi ég ekki alveg hvað ég átti í vændum þegar ég valhoppaði með nýju skólatöskuna mína og í nýju skónum mínum í skólann í morgun. einhvern veginn fór þetta allt samt á allra besta veg. krakkarnir í bekknum voru hrikalega indælir við mig allir, stríddu mér ekki neitt . . . og ég stríddi þeim auðvitað ekkert heldur. ólíkt svo oft áður, þá þurfti kennarinn lítið að sussa á mig. ég hef meira að segja á tilfinningunni að ég hafi verið eins og sannur fyrirmyndarnemandi í dag. en sjáum til hversu lengi það varir . . . .

skoðanir:

27.9.05, Anonymous Anonymous sagði:

Það er náttúrulega bara kúl að láta sussa á sig í háskóla ... sérílagi ef maður er í masters námi.

 

segðu þína skoðun

til baka