pms: bók

þriðjudagur, 4. október

1984 eftir george orwell (1949)
eftir að hafa lesið fahrenheit 451, þá lá það eiginlega beinast við að lesa aðra svipaða bók: 1984. 1984 er öllu viðmeiri, flóknari og fágaðri saga, auk þess sem sagan er hugmyndafræðilega betur útfærð, þar sem hún gerir grein fyrir innviðum samfélags sögunar í þvílíka þaula, að oft minnir sagan meir á rannsókn á stjórnarfari en sögu. þrátt fyrir að sögurnar séu keimlíkar á ótal vegu, þá er eitt sem skilur skarplega á milli þeirra: nefnilega bakgrunnur útópíanna sem þær segja frá. á meðan samfélag 1984 er harkalega stéttarskipt fáræðissamféleg, þar sem illir stjórnendurnir eru búnir að fullkomna stjórn sína yfir lægri stéttunum, þá segir fahrenheit 451 af samfélagi sem er búið að mála sig út í horn með góðum ætlunum sínum.

   áður en ég held lengra með þessa umfjöllun er rétt að taka eitt fram: 1984 (og dýrabær orwells, ef því er að skipta) er alls ekki ádeila á sósíalisma eins og oft er haldið fram--og þá einkum og sér í lagi af svörnum andstæðingum sósíalisma. sagan segir af hráslagalegu fáræðissamfélagi sem hefur sprottið upp í nafni sósíalisma, en á alls ekkert skylt við sósíalisma. kannski það sé einhver sem reynir að halda því leyndu, en af einhverjum ástæðum er það lítið þekkt staðreynd meðal almennings, að george orwell aðhylltist sósíalisima sjálfur. orwell skrifaði meira að segja talsvert af ritgerðum um sósíalisma, og hvernig sósíalisma yrði best komið á í englandi, þeirra á meðal er the lion and the unicorn: socialism and the english genius, sem er trúlega þeirra frægust. ég er alls engin stjórnmála-heimspekingur, og ætti þess vegna að fara varlega í notkun þessara hugtaka í þessu samhengi (að því gefnu að ég vilji vera sannleikanum trúr á annað borð), en engu að síður get ég ekki séð betur en þarna úti sé urmull slæmra raka gegn sósíalisma sem eru svo óskynsamleg að ég fæ ekki skilið að nokkur heiðarlega umhugsun og íhugun hafi átt þar hlut að máli. og það að segja 1984 og dýrabæ (og jafnvel frelsi mills) sem rök gegn sósíalisma eru ekki þau verstu. en um ómálefnalega meðferð stjórnmálaskoðanna ætla ég ekki að fjölyrða meira að sinni.

   en já, sagan. 1984 er einstaklega vel skrifuð bók . . . eiginlega svo, að aftur og aftur, þá las ég heillaður einstaka hluta hennar aftur, á meðan ég las hana. ég veit ekki hvort það sé tilfellið, en sagan ber það eiginlega með sér að hafa verið skrifuð aftur og aftur og aftur, þar til hún varð fullkominn. allt innan sögunar myndar eins konar röklega heild, sem tengir söguna saman eins og góða ritgerð. það er ekkert í sögunni sem er ofaukið, en á sama tíma er ekkert sem vantar. og að lokum skilur sagan mann eftir með fjölmargar spurningar. í sem fæstum orðum: vá.

skoðanir:

5.10.05, Anonymous Anonymous sagði:

þvílík tilviljun, ég er með 1984 á náttborðinu mínu ... mögnuð bók!

(ég er brjálaður)

 

segðu þína skoðun

til baka