makríll og silungur
þriðjudagur, 11. októberí dag er búið að rigna heil reiðinnar óskup hérna í st. andrews (ef tom waits væri að skrifa þetta, en ekki ég, þá myndi hann kannski orða það svo, að það væri búið að rigna makríl og silungum . . . en hvað um það, það er víst ég sem er að skrifa þetta, ekki tom waits). í hvert skipti sem ég hef farið milli húsa í dag, þá varð ég holdvotur. og þegar ég kom heim í kvöld, þá átti ég í mesta basli vegna mannýgra vatnavaxta.
þegar ég ætlaði að hlaupast undan heimspekilegum vandamálum mínum seinni partinn, þá greip mig slíkt endemis hugleysi að ég endaði bara með því að flýja vandamálin (og rigninguna auðvitað) ofan í kaffibolla með smá skáldskap mér til félagsskapar. þar sem ég sat inni í hlýjunni á kaffihúsinu og fylgist með rigningunni fyrir utan, milli þess sem ég gleymdi mér í félagsskapnum, þá komst ég ekki hjá því að hugsa um hetjuna mína, hann júlíus stíg minn, en hann er þessa dagana að skokka á íslandi. hann--herkúles litli--myndi sko ekki láta svona ragnaða rigningu stoppa sig.
skoðanir:
segðu þína skoðun
til baka