hreinlætisvenjur

mánudagur, 10. október
margt finnst mér sniðugt hérna í skotlandi--mjög sniðugt jafnvel. með glöggu gestsauga kom ég auga á sumt undir eins, meðan annað tók mig þó aðeins lengri tíma, en núna er ég búinn að átta mig á næstum öllu hérna. það er að segja, öllu því sem mér þótti óskynsamleg og jafnvel óskiljanlegt, þegar ég fyrst kom hingað, það er orðið frekar skynsamlegt og skiljanlegt núna. engu að síður er það enn eitt sem ég skil bara alls ekki: hvenær fer fólkið í bað hérna.

   auðvitað get ég dregið þá álytkun að fólkið hérna hlýtur að fara í bað, því hlutfall illa lyktandi fólks hérna er ekki hærra en víða annars staðar þar sem ég hef komið. samt sem áður, á morgna þegar ég fer í sturtu, þá þarf ég aldrei að bíða eftir sturtunni, þrátt fyrir að við séum þónokkur sem deilum henni (í það minnsta að nafninu til). og eftir karate, þá fer aldrei neinn í sturtu nema ég, hinir klæða sig bara aftur sveittir í fötin sín og hverfa. og ef ég fer út að hlaupa, þá er aldrei neinn í sturtunni þegar ég kem til baka. nú, tölfræðilega, þá er þetta ekki lítið úrtak sem ég alhæfi frá, sem gefur mér góða ástæðu til þess að ætla að tilgáta mín sé marktæk. en það getur bara ekki verið, því augljóslega, þá hlýtur fólkið hérna að baða sig.

   kannski er ég að fara á mis við eitthvað stórkostlegt. mögulega fer fólkið í sturtu á nóttinni, og mögulega eru einhverjar leynisturtur sem fólkið notar hérna. en í öðru falli, þá fæ ég bara engann botn í hreinlætisvenjur hérna.

skoðanir:

11.10.05, Blogger Unknown sagði:

Kannski eru haldnar orgíur í sturtunum sem þér er ekki boðið í?!?!

 
12.10.05, Anonymous Anonymous sagði:

eru þeir ekki bara svona nískir? heitt vatn vex ekki á trjánum eins og á Íslandi

 

segðu þína skoðun

til baka