pms: bók
föstudagur, 7. októberkommúnistaávarpið eftir karl marx og friedrich engels (1848)
um það verður ekki þráttað, kommúnistaávarpið er ein áhrifamesta bók sem nokkurn tímann hefur verið skrifuð. það í sjálfu sér er afar merkilegt, en enn merkilegra í ljósi þess, að þetta er í raun aðeins ritgerð upp á tæpar fimmtíu blaðsíður. það, að lesa kommnúnistaávarpið í dag, rúmri einni og hálfri öld eftir að það var skrifað, er auðvitað lítilfjörleg reynsla miðað við hvernig lestur þess hefur verið í samhengi samfélags þess tíma, en engu að síður, mjög áhrifarík lesning. það, að lesa kommúnistaávarpið er ögn eins og að lesa uppruna tegundanna eftir darwin: ekki svo mikil uppljósrun, þar sem hugmyndirnar hafa allar áður, aftur og aftur, borist manni eftir einni eða annari leið, heldur frekar frábær heimild um löngu liðinar hugsanir sem hafa breytt heiminum.
það sem kom mér mest á óvart við lesturinn, var inngangur bókarinnar. inngangurinn var skrifaður 1998 (á 150 ára afmæli bókarinnar) af helsta rússlandssérfræðingi bandaríkjanna, martin malia. martin þessi malia, sem er nýverið látinn, dregur þá ályktun í inngangi sínum, að vegna þess að sovétríkin liðu undir lok, þá sé kommúnismi afleidd hugmynd, og því sé lítið gott að finna í kommúnistaávarpinu. þetta finnst mér hæpin afleiðsla. einkum og sér í lagi, ef haft er í huga, að margt af því sem gert var í nafni kommúnisma í rússlandi, átti ekkert skylt við kommúnisma. kjarni kommúnismans, eins og ég skil hann, er lítið annað en þessi hugsun: allir verðskulda virðisauka vinnu sinnar. hvað sú hugmynd hefur að gera með kerfisbundin morð miljóna, er mér fullkomlega óskiljanlegt. það er satt, kommúnisminn var notaður sem réttlæting fyrir mögum hörmulegustu grimmdarverkum mannkynnsögunnar, en aðeins á sama hátt og trú hefur iðulega verið notuð í gegnum tíðina, og á sama hátt frelsi og lýðræði er notað í dag: þetta eru bara inntantóm orð sem stjórnendur hvers tíma nota sem réttlætingu fyrir því sem ekki verður réttlætt á æskilegan máta. það má vel vera að sitthvað sé að kommúnisma, og fyrir því megi færa mörg góð og málefnaleg rök, en þetta er afleitt. alveg afleitt. kannski má greina hugmyndina og finna í henni mótsögn eða falska forsendu að baki henni eða leiða af henni óæskilega niðurstöðu, en það, að benda á sögulegan atburð, sem kommúnismi er ein ótal orsaka, og segja því kommúnismann nauðsynlega og nægilega ástæðu atburðarins (eins og til dæmis, hliðstætt, að halda því fram að sjálfstæðisbrölt íslendinga sé ástæða stóriðjuframkvæmda á íslandi), er bara laust við alla skynsemi.
í inngangi sínum segir martin malia margt, en innhaldið er samt frekar rýrt: ha ha, marx og engels voru bjánar, þeir voru bara áróðursmeistarar. rússar voru enn meiri bjánar að falla fyrir vitleysunni í marx og engels, ha ha. og öll önnur ríki, sem í skemmri eða lengri tíma hafa aðhyllst kommúnisma, þau eru uppfull og bjánum líka. en við bandaríkjamenn, við höfum sko alltaf séð í gegnum ruglið. þess vegna erum við bestir. ha ha. ég veit ekki almennilega hvernig maður á að byrja á því að svara svona löguðu. ég vona bara að fólk sjái almennt í gegnum svona vitleysu. eins og ég sagði, stjórnmálaskoðanir eru til þess fallnar að hljóta verstu meðferð sem fyrir finnst. og hérna höfum við eitt stórkostlegt dæmi.
skoðanir:
segðu þína skoðun
til baka