hættur heimspekinnar
fimmtudagur, 6. októberstundum fæ ég það á tilfinninguna að heimspekingar hafi býsna óraunhæfar og uppblásnar hugmyndir um það sem þeir gera. þó svo að heimspekingar hafi oft á tíðum fjandi gott lag á því að koma réttum orðum að hlutunum, þá, þegar kemur því að lýsa atvinnu sinni, eru þeir stundum æði fjarri sannleikanum. til að mynda las ég þetta í dag (en oft áður hef ég lesið eitthvað þessu keimlíkt):
it would be dangerous to deny, from a philosophical armchair, that cognitive psychology is an intellectually respectable discipline, at least so long as it stays within its proper bounds (john mcdowell, mind and world, s. 55).
nei nei nei og aftur nei! það er hættulegt að stofna til slagsmála við ísbirni og það er hættulegt að borða hrátt hænsnakjöt, en það, að hugsa það sem ekki er, það er ekki hættulegt. fólk gerir það oft sérhvern dag stórslysalaust. það, að hugsa það sem ekki er, þegar ætlunin er að hugsa um það sem er á annað borð, getur verið hvimleitt, en tæplega hættulegt . . . .
skoðanir:
segðu þína skoðun
til baka