pms: bók

fimmtudagur, 13. október

in the country of last things eftir paul auster (1987)
ef ég ætti að skipa hlutunum í lífi mínu í einhvers konar stigveldi, eftir því hversu kærir þeir eru mér, þá myndu sögur pauls austers lenda mjög ofarlega. (ég er reyndar ekki svo viss um að sögur megi með góðu móti skilgreina sem eiginlega hluti, þar sem sögur hafa hvorki rúmtak né þyngd . . . en hvað um það, þetta eru bara óþarfa hártoganir, segjum bara að þetta sé stigveldi alls annars en fólksins í lífi mínu, ókei.) þegar kemur að eftirvæntingu, þá er það í raun ekki svo ósvipað jólunum fyrir mig að byrja á sögu eftir paul auster. einmitt þess vegna, þá reyni ég ögn að halda aftur af mér, bæði að lesa einstakar sögur ekki of hratt, og hitt, að bíða að minnsta kosti í nokkra mánuði áður en ég byrja á næstu sögu. en slíkt er auðvitað ekki auðvelt verk, og krefst bæði sterkrar manngerðar og mikils sjálfsaga.

   en nóg um það, þessi saga stóðst vel undir væntingum, og ég býst við að það segi allt sem segja þarf . . . .